Hughrif Þröstur Ólafsson rekur þátttöku í starfi herstöðvarandstæðinga í minningabók sinni.
Hughrif Þröstur Ólafsson rekur þátttöku í starfi herstöðvarandstæðinga í minningabók sinni. — Morgunblaðið/Eyþór Árnason

Meðal herstöðvarandstæðinga

Skyldi nokkurt stríð hafa fengið hugi fleiri ungmenna um allan heim til að standa í björtu báli en Víetnam-stríðið? Vissulega þrömmuðu syngjandi ungkarlar í herbúðirnar í aðdraganda fyrri heimsstyrjaldarinnar, en það var bernsk eftirvænting sigurs áður en bardagar hófust. Við fylgdumst með stríðinu í Víetnam af sjónvarpsskjánum og fylktum liði með vígorðum gegn því. Eins og ungi drengurinn í seinni heimsstyrjöldinni sem stendur umkomulaus í öngum sínum utan við gettóið í Varsjá, umkringdur þýskum hermönnum sem beina að honum byssum sínum, varð hágrátandi nakið stúlkubarn hlaupandi eftir götu heimabæjar síns í Víetnam að táknmynd þessa stríðs.

Bandaríska heimsveldið streittist við að ná undirtökum í frelsisstríði Víetnama með öllum tiltækum ráðum en tókst ekki. Þegar fjarar undan árangri stórvelda í átökum þá

...