Gleði Íbúar við Lyngheiði nuttu sín vel á sléttusöng á Sumri á Selfossi.
Gleði Íbúar við Lyngheiði nuttu sín vel á sléttusöng á Sumri á Selfossi. — Ljósmynd/Guðmundur Karl

Íbúar við Lyngheiði á Selfossi höfðu ástæðu til að gleðjast um helgina eftir að gefið var út að þeir byggju við skemmtilegustu götuna í Árborg. Þetta var í tilefni af bæjarhátíðinni Sumar á Selfossi en Knattspyrnufélag Árborgar hafði tilnefningu þessa með höndum sem og framkvæmd hátíðarinnar. Þarna var horft til þess að bragur meðal íbúa væri jákvæður og samheldni ríkjandi. Grundartjörn var valin snyrtilegasta gatan.

Löng hefð er fyrir því að halda Sumar á Selfossi aðra helgina í ágúst ár hvert. Hápunkturinn er sléttusöngur í bæjargarðinum á laugardagskvöldi. Þar voru slagarar teknir og sungið af innlifun, en dagskráin um helgina var annars fjölbreytt; menning, matur og markaðir í bland.

Af öðru á hátíðinni má nefna viðurkenningu í umhverfismálum sem Elín Birna Bjarnfinnsdóttir fékk fyrir frumkvæði og góða vinnu á Eyrarbakka, þar sem hún býr. Á Selfossi var svo farið í sögugöngu um svonefnt Mjólkurbúshverfi, austast í bænum. Það er bæjarhluti sem hefur verið

...