Fræðirit Gyðingar á faraldsfæti ★★★★· Eftir Joseph Roth. Þýðandi: Jón Bjarni Atlason. Útgefandi: Ugla. Kilja, 175 bls. Reykjavík 2024.
Bakgrunnur ófriðar „Þessi saga á erindi við samtímann ef við viljum skilja betur bakgrunn ófriðarins sem nú ríkir og getur orðið að þriðja heimsbálinu,“ segir rýnir í dómi sínum um bókina Gyðingar á faraldsfæti eftir Joseph Roth sem fyrst kom út hjá forlagi í Berlín árið 1927.
Bakgrunnur ófriðar „Þessi saga á erindi við samtímann ef við viljum skilja betur bakgrunn ófriðarins sem nú ríkir og getur orðið að þriðja heimsbálinu,“ segir rýnir í dómi sínum um bókina Gyðingar á faraldsfæti eftir Joseph Roth sem fyrst kom út hjá forlagi í Berlín árið 1927.

Bækur

Björn

Bjarnason

Bókin Gyðingar á faraldsfæti eftir Joseph Roth kom fyrst út hjá forlagi í Berlín árið 1927, um 10 árum eftir að A. J. Balfour utanríkisráðherra Breta sagði í bréfi (2. nóvember 1917) til L. W. Rothschilds, forystumanns samtaka breskra gyðinga, að breska stjórnin styddi að Palestína yrði „þjóðarheimkynni“ (e. national home) gyðinga.

Leiðtogar Zíonista í Bretlandi höfðu gengið eftir því við stjórnvöld að þau tækju af skarið um að Palestína yrði þjóðlenda gyðinga en í Balfour-yfirlýsingunni er sérstaklega tekið fram að við framkvæmd hennar megi ekkert gera sem skerti borgaraleg eða trúarleg réttindi annarra í Palestínu þrátt fyrir komu gyðinga. Þessi réttindi eru hins vegar ekki skilgreind í yfirlýsingunni og

...