„Mikilvægt er að sem allra stystur tími líði frá því að grænmetið er tekið úr görðum og gróðurhúsum uns það kemst til neytenda og í verslanir. Magnið þarf því að vera í samræmi við þörf hvers dags og slíkt næst betur en ella þegar við erum í…
Garðyrja Halla Sif sækir hér blómkálshausa í garða sína við Flúðir.
Garðyrja Halla Sif sækir hér blómkálshausa í garða sína við Flúðir. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

„Mikilvægt er að sem allra stystur tími líði frá því að grænmetið er tekið úr görðum og gróðurhúsum uns það kemst til neytenda og í verslanir. Magnið þarf því að vera í samræmi við þörf hvers dags og slíkt næst betur en ella þegar við erum í nánu sambandi við verslanir; umhverfi sem er hvikult og kröfurnar miklar,“ segir Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir sem á og rekur Sólskins grænmeti ehf. á Flúðum.

Býður kerfinu birginn

Krónan og Sólskins grænmeti eru nú komin í bein viðskipti. Halla sagði skilið við dreifingu grænmetis í gegnum Sölufélag garðyrkjumanna og selur sínar afurðir sjálf. Með því býður hún birginn áratugalöngu skipulagi og byggir upp dreifikerfi sem fellur að hennar rekstri og uppskeru. Og nú er allt að gerast

...