Reynir Vilhjálmsson var fæddur 7. ágúst 1934 og lést 7. júlí 2024.

Útförin var frá 16. júlí 2024.

Við hjá Landslagi höfum sannarlega notið góðs af samleið okkar með Reyni í starfi og leik í gegnum tíðina.

Reynir Vihjálmsson var lífskúnstner og lærimeistari og með sannfæringarkrafti var hann óþreytandi í að miðla af djúpum viskubrunni sínum sem smitaði af á samstarfsfélaga á stofunni.

Það var aldrei lognmolla í kringum Reyni. Hann átti það til að bresta í söng við hin ýmsu tækifæri. Hann var góður hagyrðingur og elskaði að fara með vísur um menn og málefni þegar tækifæri gafst. Hann var ótrúlega fróður um sögu, landafræði, jarðfræði og sérkenni landsins hvort sem það var fjall, fjara, þúfa eða steinn. Hér spruttu margar skemmtilegar sögur sem hann sagði

...