Brattir Úkraínskir hermenn við rússnesku landamærin í gær á leið til Rússlands. Úkraínumenn hafa sótt í sig veðrið síðustu daga.
Brattir Úkraínskir hermenn við rússnesku landamærin í gær á leið til Rússlands. Úkraínumenn hafa sótt í sig veðrið síðustu daga. — AFP

Kristján Jónsson

kris@mbl.is

Úkraínskar hersveitir eru komnar um 30 kílómetra inn í Rússland eftir að þær hófu að sækja inn í Kúrskhérað fyrir tæpri viku. Er þetta mesta sókn Úkraínu í stríðsátökunum sem hófust þegar Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúar 2022.

Breska ríkisútvarpið bendir á að um sé að ræða stærstu árás sem Rússar hafi orðið fyrir á rússneskri grundu frá því í síðari heimsstyrjöldinni, á tímum Sovétríkjanna.

Þúsundir úkraínskra hermanna taka þátt í innrásinni. Eftir að hafa náð aftur stórum landsvæðum fljótlega eftir að stríðið hófst hafa úkraínsk yfirvöld að mestu verið í varnarstöðu og átt í miklum erfiðleikum með mannafla og vopnabirgðir.

Volodimír Selenskí forseti Úkraínu hafði lítið tjáð sig

...