Meðalhiti fyrstu tíu daga ágústmánaðar er 11,5 stig, það er í meðallagi áranna 1991-2020 í Reykjavík og 0,2 stigum ofan meðallags sl. tíu ára. Þetta segir Trausti Jónsson veðurfræðingur í pistli sem hann birti í gær á vefsetrinu Hungurdiskar
Akureyri Hiti í jafnvægi en mikið rignt, eins og víðar á landinu.
Akureyri Hiti í jafnvægi en mikið rignt, eins og víðar á landinu. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Meðalhiti fyrstu tíu daga ágústmánaðar er 11,5 stig, það er í meðallagi áranna 1991-2020 í Reykjavík og 0,2 stigum ofan meðallags sl. tíu ára. Þetta segir Trausti Jónsson veðurfræðingur í pistli sem hann birti í gær á vefsetrinu Hungurdiskar. Veðráttan að undanförnu setur líðandi mánuð í 15. hlýjasta sætið af 24 árum á öldinni. Hlýjastir voru þessir sömu almanaksdagar árið 2003.

Á Akureyri er meðalhiti fyrstu tíu daga ágústmánaðar nú 10,7 stig, 0,2 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Hitanum er annars nokkuð misskipt, segir Trausti. Langkaldast hefur verið á Austfjörðum. Þar raðast hitinn nú í 22. hlýjasta sæti aldarinnar, það er 3. neðsta sæti.

Á Vestfjörðum, það er Tálknafirði og á Lambavatni á Rauðasandi, hefur hiti verið 0,9 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára. Kaldast hefur verið á Vattarnesi austur

...