Stjarnan og Breiðablik skildu jöfn, 2:2, þegar liðin áttust við í 18. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu í Garðabænum í gærkvöldi. Breiðablik er áfram í öðru sæti, nú með 34 stig, og Stjarnan er í sjöunda sæti með 24 stig
Garðabær Emil Atlason fagnar marki sínu fyrir Stjörnuna í jafntefli gegn Breiðabliki í gærkvöldi. Emil er kominn með níu mörk í 18 leikjum.
Garðabær Emil Atlason fagnar marki sínu fyrir Stjörnuna í jafntefli gegn Breiðabliki í gærkvöldi. Emil er kominn með níu mörk í 18 leikjum. — Morgunblaðið/Ólafur Árdal

Besta deildin

Gunnar Egill Daníelsson

gunnaregill@mbl.is

Stjarnan og Breiðablik skildu jöfn, 2:2, þegar liðin áttust við í 18. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu í Garðabænum í gærkvöldi. Breiðablik er áfram í öðru sæti, nú með 34 stig, og Stjarnan er í sjöunda sæti með 24 stig.

Emil Atlason kom Stjörnunni yfir með marki úr vítaspyrnu, sem er hans níunda deildarmark á tímabilinu. Vítið var dæmt eftir að Davíð Ingvarsson handlék boltann innan vítateigs en Blikar mótmæltu harðlega þar sem Daníel Laxdal hafði hrint Davíð í jörðina skömmu áður.

Davíð lét þetta ekki á sig fá og lagði upp bæði mörk Blika með laglegum sendingum.

Hinn 19 ára gamli Haukur Örn Brink skoraði svo fimmta

...