30 ára Rut ólst upp að mestu leyti í Kópavogi og býr nú í bænum. Hún lauk BS-gráðu í sálfræði með ritlist sem aukafag, MA-gráðu í ritlist, BA-gráðu í íslensku með sálfræði sem aukafag og viðbótardiplóma í menntun framhaldsskólakennara með íslensku sem kjörsvið, allt frá Háskóla Íslands.

Rut er kennari í Verzlunarskóla Íslands og er að hefja sitt fjórða starfsár þar.

Hún er einnig rithöfundur en fyrsta bók hennar var Vampírur, vesen og annað tilfallandi en hún hlaut íslensku barnabókaverðlaunin fyrir þá bók árið 2020. Árið 2021 kom út sjálfstætt framhald bókarinnar, Drekar, drama og meira í þeim dúr, og 2022 kom út lokabókin í þríleiknum: Heimsendir, hormónar og svo framvegis.

Rut hefur einnig skrifað pistla fyrir

...