Bandaríski fjárfestingasjóðurinn Hindenburg Research birti á laugardag skýrslu þar sem Madhabi Puri Buch, æðsta stjórnanda fjármálaeftirlits Indlands, er gefið að sök að hafa fjárfest í aflandsfélagi með tengsl við Adani Group. Mun uppljóstrari hafa lekið upplýsingum um viðskiptin til Hindenburg.

Adani Group, sem er í hópi verðmætustu fyrirtækja Indlands, hefur verið í sigti Hindenburg Research síðan snemma árs 2023 en sjóðurinn sérhæfir sig í að þefa uppi misferli í rekstri fyrirtækja, taka skortstöðu í þeim og birta svo rannsóknarniðurstöður sínar. Sakaði Hindenburg stjórnendur Adani Group um markaðsmisnotkun og bókhaldsbrot sem leiddi til þess að hlutabréfaverð samsteypunnar lækkaði um 60%. Í kjölfar ásakana Hindenburg hóf indverska fjármálaeftirlitið rannsókn á samsteypunni og stendur hún enn yfir.

Buch segir ekkert hafa verið

...