Haukur Lárus Halldórsson fæddist 4. júlí 1937 að Stóra-Ási á Seltjarnarnesi. Hann lést á heimili sínu í Hafnarfirði 30. júlí 2024. Haukur var sonur Valgerðar Ragnheiðar Ragnars, verslunarkonu og húsfreyju, og Halldórs Ástvalds Sigurbjörnssonar, heildsala í Reykjavík. Börn þeirra, auk Hauks, eru þau Ragna Halldórsdóttir, húsfreyja og frumkvöðull f. 1935, d. 1993, og Gunnar Halldórsson prentsmiður, f. 1945.

Haukur var í hjónabandi með Sigrúnu Kristjánsdóttur frá 1965 til 1986 og bjuggu þau í Reykjavík. Börn þeirra eru Kristján Már, f. 1966, frumkvöðull í markaðsmálum, Hallgerður, f. 1968, útvegsbóndi, og Gunnhildur Walsh, f. 1972, myndlistarkona. Haukur átti sex barnabörn sem í aldursröð eru Haukur Jarl, Matthías Tryggvi, Magnús Óli, d. 1996, fóstursonur Kristjáns, Birta Ósk, Sigrún Lilja og Bryndís María og fjögur barnabarnabörn sem eru þau Fjölnir Jarl, Embla Rún, Sóley og Bergrós.

...