Viðar Vagnsson fæddist 22. nóvember 1934 á Hjalla í Reykjadal. Hann lést á dvalarheimilinu Hvammi Húsavík 1. ágúst 2024.

Foreldrar hans voru Birna Sigurgeirsdóttir, f. 21. febrúar 1907 á Hóli í Kelduhverfi, og Vagn Sigtryggsson, f. 28. júlí 1900 á Hallbjarnarstöðum í Reykjadal. Viðar var elstur sex sona þeirra hjóna. Bræðurnir eru: Sigtryggur, f. 5. nóvember 1937, Baldur, f. 14. mars 1939, Ólafur Geir, f. 16. júní 1943, Bragi, f. 2. ágúst 1946, og Ingvar, f. 12. maí 1949.

Viðar fluttist með foreldrum sínum í Ljósavatn vorið 1938 og svo vorið 1939 í Hriflu. Þar ólst hann upp ásamt bræðrum sínum. Eftir nám í farskóla sveitarinnar dvaldi hann einn vetur (1951-52) í Héraðsskólanum á Laugum. Þá var hann í Bændaskólanum á Hvanneyri í tvo vetur og útskrifaðist þaðan sem búfræðingur vorið 1955. Eftir veturna á Hvanneyri kom hann heim í búskapinn en fór

...