FHL tryggði sér sæti í Bestu deild kvenna í knattspyrnu á næsta ári með því að leggja ÍBV örugglega að velli, 5:1, í toppslag í 1. deildinni í Fjarðabyggðarhöllinni á Reyðarfirði á laugardag. FHL er einnig langt komið með að tryggja sér sigur í…
24 Emma Hawkins skoraði 24 mörk í 1. deildinni í ár og fer nú til Damaiense í Portúgal þar sem hún mun leika undir stjórn Þorláks Árnasonar.
24 Emma Hawkins skoraði 24 mörk í 1. deildinni í ár og fer nú til Damaiense í Portúgal þar sem hún mun leika undir stjórn Þorláks Árnasonar. — Morgunblaðið/Óttar Geirsson

FHL tryggði sér sæti í Bestu deild kvenna í knattspyrnu á næsta ári með því að leggja ÍBV örugglega að velli, 5:1, í toppslag í 1. deildinni í Fjarðabyggðarhöllinni á Reyðarfirði á laugardag.

FHL er einnig langt komið með að tryggja sér sigur í deildinni þar sem liðið er með 37 stig á toppnum, 12 stigum meira en Grótta í öðru sæti, þegar aðeins fjórar umferðir eru óleiknar.

Á næsta ári verður FHL fyrsta liðið frá Austurlandi sem spilar í efstu deild kvenna í 31 ár, eða síðan Höttur gerði það árið 1994.

Í leiknum á laugardag skoraði Emma Hawkins þrennu og lýkur þar með leik í 1. deildinni með 24 mörk í aðeins 14 leikjum. Er hún langmarkahæst í deildinni. Hawkins heldur nú til Damaiense, sem Þorlákur Árnason þjálfar og leikur í efstu deild Portúgals.