Aron Einar Gunnarsson lék sinn fyrsta leik fyrir félagslið á Íslandi í 18 ár þegar hann kom inn á sem varamaður og lagði upp jöfnunarmark Þórs á Akureyri í jafntefli gegn Njarðvík, 2:2, í 1. deildinni í knattspyrnu á laugardag. Aron Einar, sem er 35 ára, lék sex leiki fyrir Þór í 1. deildinni árið 2006 áður en hann hélt út í atvinnumennsku. Þór er í 8. sæti deildarinnar með 18 stig og Njarðvík í 4. sæti með 26 stig. Dalvík/Reynir heimsótti Gróttu á Seltjarnarnes í botnslag deildarinnar á laugardag og vann 3:2. Með sigrinum fór Dalvík/Reynir af botninum og upp fyrir Gróttu en liðin eru í tveimur neðstu sætunum, bæði með 13 stig. Chris Brazell var svo rekinn úr starfi sem þjálfari Gróttu í gær.

Bandaríska karlalandsliðið í körfuknattleik vann sitt 17. ólympíugull þegar liðið hafði betur gegn gestgjöfum Frakklands, 98:87, í úrslitaleiknum á Ólympíuleikunum í París á

...