Vesturlöndum er ýtt út af Sahel-beltinu en Rússar boðnir velkomnir

Ástandið á Sahel-beltinu í Afríku, skammt sunnan Sahara, heldur áfram að versna og veldur vaxandi áhyggjum. Löndin Búrkína Fasó, Malí og Níger hafa öll orðið valdaráni herforingja að bráð og eiga það sammerkt að óöld ríkir. Átök við skæruliðahópa, sem sumir eru hluti af íslömskum öfgahreyfingum, eru viðvarandi vandamál.

Þessi ríki áttu í nokkuð nánum samskiptum við Vesturlönd, einkum Frakkland og Bandaríkin, meðal annars um hernaðarlegan stuðning, en einnig viðskipti. Þróunin að undanförnu hefur verið þannig að bæði Frökkum og Bandaríkjamönnum hefur verið gert að fara með herlið sitt burt úr þessum ríkjum, en Frakkar áttu hermenn í þeim öllum til að reyna að tryggja frið og öryggi fyrir íbúana.

Í liðinni viku yfirgáfu síðustu bandarísku

...