Biskupstungur Hverfið nýja í Reykholti þar sem heitir Birtingaholt.
Biskupstungur Hverfið nýja í Reykholti þar sem heitir Birtingaholt. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Mikill kraftur hefur verið í byggingu íbúðarhúsnæðis í Reykholti í Bláskógabyggð á þessu ári. Alls hefur lóðum fyrir um 50 íbúðir í einbýli, par- og raðhúsum verið úthlutað í svonefndu Birtingaholti sem er vestarlega í þorpinu nærri Biskupstungnabraut. Fólk er flutt inn í átta af íbúðunum í þessu hverfi, en aðrar íbúðir eru á byggingarstigi og framkvæmdir mislangt komnar. Göturnar í þessu nýja hverfi heita Borgarrimi og Tungurimi.

„Vöxturinn í Reykholti er mikill. Nú eru íbúar í þorpinu um 360 en ættu að verða komnir í um 400 efir eitt ár eða svo. Í Bláskógabyggð allri eru íbúar nú rétt tæplega 1.500 og fjölgunin hefur nú um alllangt skeið verið um 10% á ári. Slíkt er ansi mikið en vel viðráðanlegt þó fyrir sveitarfélagið,“ segir Helgi Kjartansson oddviti.

Helgi segir fólk fara í framkvæmdir í Reykholti á afar ólíkum forsendum. Mörg séu þau sem eigi kannski tengsl við sveitina og byggi því; ungt fólk sem ætli að skapa framtíð sína þarna. Nokkuð sé líka um

...