Það er leiðindasiður að gleðjast yfir óförum annarra. Séra Árni Þórarinsson lýsti því í ævisögu sinni hvernig hlakkaði í Þórði bónda þegar uppskeran brást hjá Norðlendingum. „Þetta hugarfar, sem gleðst yfir óförum manna, kalla Danir Skadefrohed og Skadefryd. Við eigum ekkert orð í íslenzku, sem nær gleðinni í þessari illgirni. En síðan ég heyrði söguna af Þórði bónda í prestakalli mínu, hef ég nefnt þennan hugsunarhátt þórðargleði og þann mann þórðarglaðan, sem kætist yfir því, er öðrum gengur illa. En mikil fádæma hugarfarsspilling er nú þetta.“

Gunnar Hólm Hjálmarsson tekur í sama streng:

Eins og Kristur kenndi þér

kærleiksríka boðun,

þórðargleði þykir mér

þurfi endurskoðun.

Jóni úr Vör var orðið þórðargleði einnig tamt á

...