Esther Franklín fæddist í Keflavík 1. júlí 1944. Hún lést 29. júní 2024 á heimili dóttur sinnar í Virginíu í Bandaríkjunum. Hún bjó í Bandaríkjunum í yfir 57 ár.

Foreldrar Estherar voru Guðrún Sigríður Franklín, f. 4. desember 1912, d. 12. apríl 2008, og Stefán Benjamín Franklín, f. 23. mars 1907, d. 2. apríl 1970. Systkini Estherar eru: Jens Valur Franklín, f. 9. desember 1939, Erna Guðrún Franklín, f. 31. maí 1941, og Stefán Daníel Franklín, f. 9. febrúar 1953.

Esther útskrifaðist úr Kvennaskólanum í Reykjavík árið 1961. Hún var mjög ævintýragjörn og elskaði að ferðast um heiminn. Hún var mjög fróðleiksfús og las mikið og hafði mjög gaman af allri tónlist. Hún fór fyrst sem au pair til Leicester í Bretlandi árið 1962 með Klöru vinkonu sinni og aftur árið eftir til Kölnar í Þýskalandi þar sem þær unnu í sjálfsafgreiðsluverslun sem Gyða

...