Það á að dæla 5.700 tonnum af mengun undir íbúðabyggð á Völlunum, eða sem svarar til 285 stk. af 20 feta flutningsgámum með 20 tonnum í hverjum á ári.
Guðmundur Helgi Víglundsson
Guðmundur Helgi Víglundsson

Guðmundur Helgi Víglundsson

Samskiptastjóri Carbfix, Ólafur Elínarson, ritaði grein í Morgunblaðið nýlega þar sem hann fer yfir meintan misskilning undirritaðs í tveimur blaðagreinum í Morgunblaðinu. Ég er hræddur um að skilningur hans á málinu í heild sé mun minni, þegar að er gáð.

Hann tekur fyrir þrjú atriði. Fyrsta athugasemdin er rétt, þar sem ég er ekki nógu skýr með að niðurdæling á koldíoxíðblöndu er ekki hafin á Völlunum í Hafnarfirði, sem er gott að leiðrétta, heldur er Carbfix með verkefni í Helguvík á Reykjanesi sem nefnist Sæberg, þar sem innfluttu iðnaðar-CO2 er dælt niður í samstarfi við ETH-háskólann í Zürich, Háskóla Íslands, ÍSOR, háskólann í Genf og Lausanne ásamt University College í London.

Ég hef nefnt í því sambandi að aðalvatnsból Reykjanesbæjar er í gjá í Lágum norður

...