Lögmaður Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara segir ríkissaksóknara ekki hafa rétt til þess að veita Helga áminningu í starfi eða víkja honum tímabundið frá störfum. Bendir hann á að þó svo væri sé eðlilegur tími frá fyrstu áminningu til þess sem nú sé til umræðu liðinn. Ummæli Helga falli einnig undir heimild til tjáningarfrelsis. Þess sé krafist að dómsmálaráðherra hafni erindi ríkissaksóknara.

Þetta kemur fram í bréfi til Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra frá Almari Þ. Möller lögmanni Helga.

Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari hefur óskað eftir því að Helgi Magnús verði tímabundið leystur frá störfum. Hún hefur veitt honum áminningu í starfi vegna ummæla sem hann lét falla, m.a. um hælisleitendur og samkynhneigða karlmenn.

Lögmaðurinn

...