Í brennidepli

Hólmfríður María Ragnhildard.

hmr@mbl.is

Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar stefnir á að byrja í þessum mánuði að undirbúa svokallaða innleiðingaráætlun menntastefnu borgarinnar fyrir árin 2025 til 2027.

Með hluta áætlunarinnar er ætlunin að bregðast við niðurstöðum PISA-könnunarinnar sem nemendur tóku árið 2022, en niðurstöðurnar voru birtar í desember á síðasta ári. Ekkert land hrundi þar meira á milli kannana en Ísland, sem mældist einnig næstlægst allra Evrópuríkja sem tóku þátt. Hrunið var þó aðeins hluti af lengri þróun, þar sem frammistöðu íslenskra grunnskólabarna hefur sífellt hrakað á mælikvarða PISA undanfarin ár.

Sviðsstjórinn Helgi Grímsson segir að stefnt sé að því að

...