Óhugnanlegt er að lesa lýsingu Sigurðar Más Jónssonar blaðamanns í pistli á mbl.is um alþjóðavæðingu glæpaheimsins og sérstaklega vaxandi hörku í glæpastarfsemi á Norðurlöndum. Hann nefnir fréttir af því að glæpamenn í Danmörku séu í auknum mæli teknir að fá sænsk ungmenni til að fremja ódæði fyrir sig, jafnvel morð. Þannig hafi tveir sænskir unglingspiltar verið handteknir í Danmörku grunaðir um skotárás.

Sigurður segir að flest séum við farin að venjast svona fréttum frá Norðurlöndunum, svæði sem við í eina tíð töldum nokkuð friðsælt. Þá segir hann: „Á Norðurlöndunum eru nú starfandi stórar glæpaklíkur með tengsl á milli landa og suður í Evrópu. Þessar klíkur sækjast eftir nýjum svæðum og vilja helst starfa í auðugri löndum, fyrir þær, rétt eins og aðra viðskiptastarfsemi, skiptir kaupmáttur fólks miklu. Þess vegna elta glæpaklíkur oft innflytjendur og hælisleitendur og leitast

...