— Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Keppni er lokið á Ólympíuleikunum í París og var ólympíueldurinn slökktur á ólympíuleikvanginum á lokahátíðinni í gærkvöldi venju samkvæmt. Þar var eldurinn kveiktur á setningarhátíðinni hinn 26. júlí síðastliðinn. Eins og jafnan á lokahátíðinni voru ýmis skemmtiatriði fyrir gestina sem koma frá öllum heimshornum auk þess sem gera má ráð fyrir að tugir milljóna manna hafi fylgst með í sjónvarpi. Kúluvarparinn Erna Sóley Gunnarsdóttir var fánaberi Íslands á lokaathöfninni.