Krókódílar eru sjaldnast hvítir á litinn.
Krókódílar eru sjaldnast hvítir á litinn. — Ljósmynd/Colourbox

Afar sjaldgæfur hvítur krókódíll hefur litið dagsins ljós í bandaríska safarígarðinum Wild Florida.

Í fréttatilkynningu frá garðinum kemur fram að unginn hafi klakist út undir eftirliti sérfræðinga eftir um 60 daga en unginn er sagður fullkomlega heilbrigður.

Starfsfólk safarígarðsins segist vera afar stolt af foreldrunum sem báðir eru hvítir að lit og bera viðeigandi nöfnin Snjókorn og Stormur.

Hægt er að sjá myndband af unganum að klekjast úr eggi sínu á K100.is.