Það gerist vart þjóðlegra en góðra vina fundur í hlýlegri hlöðu í rammíslenskri sveit. Sá viðburður var haldinn á býlinu Holti í Þistilfirði í ágústbyrjun en tilefni gleðinnar var 20 ára brúðkaupsafmæli hjónanna á bænum, þeirra Hildar Stefánsdóttur og Sigurðar Þórs Guðmundssonar
Hlöðuball Í sveitinni skemmta allir sér saman og ekkert kynslóðabil. Þessar systkinadætur eru frá bæjunum Holti og Laxárdal í Þistilfirði, f.v. Eva, Kristín, Arna, Guðrún, Ása og Hólmfríður.
Hlöðuball Í sveitinni skemmta allir sér saman og ekkert kynslóðabil. Þessar systkinadætur eru frá bæjunum Holti og Laxárdal í Þistilfirði, f.v. Eva, Kristín, Arna, Guðrún, Ása og Hólmfríður. — Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir

Líney Sigurðardóttir

Þórshöfn

Það gerist vart þjóðlegra en góðra vina fundur í hlýlegri hlöðu í rammíslenskri sveit.

Sá viðburður var haldinn á býlinu Holti í Þistilfirði í ágústbyrjun en tilefni gleðinnar var 20 ára brúðkaupsafmæli hjónanna á bænum, þeirra Hildar Stefánsdóttur og Sigurðar Þórs Guðmundssonar. Þau vildu deila gleðinni með sveitungum og vinum en þau reka þar einnig Gistiheimilið Grástein og eru því engir nýgræðingar þegar kemur að veisluhöldum

...