Írland Heimir Hallgrímsson tók við þjálfun írska karlalandsliðsins í knattspyrnu í síðasta mánuði eftir að hafa stýrt jamaíska landsliðinu.
Írland Heimir Hallgrímsson tók við þjálfun írska karlalandsliðsins í knattspyrnu í síðasta mánuði eftir að hafa stýrt jamaíska landsliðinu. — Ljósmynd/@IrelandFootball

Guðmundur Hreiðarsson hefur verið ráðinn markmannsþjálfari írska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Þetta tilkynnti írska knattspyrnusambandið í gær en Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi þjálfari íslenska karlalandsliðsins, tók við þjálfun liðsins í síðasta mánuði.

Heimir og Guðmundur hafa starfað lengi saman en þeir unnu saman hjá íslenska landsliðinu, hjá karlalandsliði Jamaíku og nú hjá írska landsliðinu.

Þá tilkynnti írska knattspyrnusambandið einnig að John O’Shea, fyrrverandi varnarmaður Manchester United, yrði aðstoðarþjálfari Heimis en hann stýrði landsliðinu til bráðabirgða áður en Heimir var ráðinn í starfið.

Írinn Paddy McCarthy verður einnig í þjálfarateyminu en hann er einnig í þjálfarateymi

...