Oft hefur verið tekist á um hvort limruformið sé tilhlýðilegt í íslenskum kveðskap. Ólafur Stefánsson vekur máls á því á Boðnarmiði:

Limran er fullkomið form,

sem fast er en minnir á orm.

Hún liðast sem lækur,

er leiðinda kækur,

en orðin hér eðlilegt norm.

Helgi Ingólfsson er fljótur að taka upp hanskann fyrir limruna:

Þótt ferskeytt ég ætli að yrkja,

og íslenskar hefðir þar styrkja,

ég ekki það skil,

en ósjálfrátt vil

þá lækinn, sem limran er, virkja.

Gunnar J. Straumland kastar fram glúrinni limru:

Makríllinn mændi á öngul

...