Óskar Pétur Friðriksson

Vestmannaeyjum

Lundapysjan flýgur úr holu sinni á „réttum tíma“ í ár og er vel þung og vel gerð. Á árunum í kringum 2012 þegar fæstu pysjurnar flugu í bæinn, voru þær léttastar um 260 til 300 grömm. Var það á þeim árum sem makríllinn veiddist mest í kringum Vestmannaeyjar, nú hefur enginn makríll verið hér í kring og þyngdin á pysjunum verið frá 350 til 400 grömm.

...