Nafnorðið meiður sést nú orðið varla í nefnifalli nema í vélsleðamáli. Rennslisbjálki undir sleða segir Ísl. orðabók, en merkir líka tré. Þeir sem eru hvor sinnar skoðunar á einhverju eru sagðir á öndverðum meiði við (ekki „öndverðu…

Nafnorðið meiður sést nú orðið varla í nefnifalli nema í vélsleðamáli. Rennslisbjálki undir sleða segir Ísl. orðabók, en merkir líka tré. Þeir sem eru hvor sinnar skoðunar á einhverju eru sagðir á öndverðum meiði við (ekki „öndverðu meiði“) hvor annan. Þeir standa á andstæðum sleðameiði hvor við annan, segir Mergur málsins.