Vladimír Pútín Rússlandsforseti hét því í gær að hefnt yrði fyrir hina óvæntu innrás Úkraínumanna í Kúrsk-hérað, en vika er í dag frá því að innrásin hófst. Pútín sagði á fundi með helstu embættismönnum sínum, sem sýndur var í beinni útsendingu, að…
Kreml Pútín fundaði með embættismönnum vegna ástandsins í Kúrsk.
Kreml Pútín fundaði með embættismönnum vegna ástandsins í Kúrsk. — AFP/Gavriil Grigorov

Vladimír Pútín Rússlandsforseti hét því í gær að hefnt yrði fyrir hina óvæntu innrás Úkraínumanna í Kúrsk-hérað, en vika er í dag frá því að innrásin hófst. Pútín sagði á fundi með helstu embættismönnum sínum, sem sýndur var í beinni útsendingu, að meginhlutverk rússneska hersins væri nú að „sparka óvininum“ af rússnesku landi.

Sókn Úkraínumanna þykir hafa komið mörgum á óvart, ekki bara Rússum heldur einnig vestrænum bandamönnum þeirra. Hafa Úkraínumenn náð miklum framgangi í Kúrsk-héraði og sótt fram allt að 30 kílómetra frá landamærunum þar sem þeir hafa náð lengst.

Rússneskir herbloggarar sögðu í gær að Úkraínuher væri nú farinn að grafa skotgrafir og reisa víggirðingar og hersjúkrahús á því svæði sem hann ræður yfir innan Kúrsk-héraðs, sem benti til þess að Úkraínumenn teldu að aðgerðir þeirra

...