Ævisögur og endurminningar Í spor Sigurðar Gunnarssonar ★★★★· Eftir Hjörleif Guttormsson. Tvær innbundnar bækur, 583 bls., myndir, skrár. Skrudda 2024.
Minnisvarði „Þetta er læsileg bók, fullítarleg á köflum, en verðugur minnisvarði Sigurðar sem var í raun sístarfandi eldhugi, komst til mennta um síðir,“ segir rýnir um rit Hjörleifs Guttormssonar um langafa sinn.
Minnisvarði „Þetta er læsileg bók, fullítarleg á köflum, en verðugur minnisvarði Sigurðar sem var í raun sístarfandi eldhugi, komst til mennta um síðir,“ segir rýnir um rit Hjörleifs Guttormssonar um langafa sinn. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Bækur

Sölvi

Sveinsson

Á bókarspjöldum er Sigurður kynntur sem prestur og prófastur, landkönnuður, náttúrufræðingur, kennari, læknir, rithöfundur og alþingismaður. Þetta er viðamikið rit og helgast m.a. af því að miklar heimildir hafa varðveist um séra Sigurð og má e.t.v. segja að kjarni þeirra og þar með bókarinnar sé sjálfsævisaga hans sem prentuð er í heild sinni á 14 bls. (435-448), en vísað til hennar í mörgum köflum ritsins. Meira en 400 myndir prýða bókina, sumar mjög merkilegar (t.d. 25, 42, 136, 156, 181, 325, 422 o.fl.) og alúð lögð við myndartexta. Mörg kort eru af söguslóðum, vel gerð og upplýsandi, t.d. af ferðaleiðum milli Múlasýslu og suður (54), miðhálendi og helstu leiðum (224-5) o.fl. Innskotsgreinar eru margar, en þar er birt efni sem er ýmist í góðum tengslum við meginmál,

...