Evrópuríki innan Atlantshafsbandalagsins (NATO) hafa mörg ekki staðið við skuldbindingar sínar er lúta að varnarsambandi bandalagsins, með því að vanrækja varnarmál sín, að sögn Hjartar J. Guðmundssonar sagnfræðings og alþjóðastjórnmálafræðings, viðmælanda Dagmála í dag
Dagmál Hjörtur J. Guðmundsson er viðmælandi Dagmála í dag.
Dagmál Hjörtur J. Guðmundsson er viðmælandi Dagmála í dag. — Morgunblaðið/Dagmál

Andrea Sigurðardóttir

andrea@mbl.is

Evrópuríki innan Atlantshafsbandalagsins (NATO) hafa mörg ekki staðið við skuldbindingar sínar er lúta að varnarsambandi bandalagsins, með því að vanrækja varnarmál sín, að sögn Hjartar J. Guðmundssonar sagnfræðings og alþjóðastjórnmálafræðings, viðmælanda Dagmála í dag.

Hann segir Bandaríkin í reynd vera eina NATO-ríkið sem sé til þess bært að verja sjálft sig og aðra, en fæst Evrópuríki séu yfirhöfuð bær til þess að verja sig sjálf, og hvað þá taka

...