Aron Þórður Albertsson reyndist hetja KR þegar liðið hafði betur gegn FH í 18. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu á Meistaravöllum í Vesturbænum í gær. Leiknum lauk með sigri KR, 1:0, en Aron Þórður skoraði sigurmarkið á 45
Umkringdur KR-ingurinn Luke Rae sækir að Hafnfirðingum í Vesturbænum í gær en hann lagði upp sigurmark leiksins fyrir Aron Þórð Albertsson.
Umkringdur KR-ingurinn Luke Rae sækir að Hafnfirðingum í Vesturbænum í gær en hann lagði upp sigurmark leiksins fyrir Aron Þórð Albertsson. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Besta deildin

Bjarni Helgason

bjarnih@mbl.is

Aron Þórður Albertsson reyndist hetja KR þegar liðið hafði betur gegn FH í 18. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu á Meistaravöllum í Vesturbænum í gær.

Leiknum lauk með sigri KR, 1:0, en Aron Þórður skoraði sigurmarkið á 45. mínútu eftir laglegan undirbúning Lukes Raes. Aron Þórður fór í þríhyrningsspil við Rae sem átti svo sendingu fyrir markið. Aron Þórður stýrði svo boltanum snyrtilega í markið með viðstöðulausu skoti af stuttu færi og reyndist það sigurmark leiksins.

Með sigrinum fór KR upp í 18 stig og er nú fjórum stigum frá fallsæti í níunda sætinu. FH er áfram í fimmta sætinu með 28 stig, 12 stigum minna en topplið Víkings úr

...