Orkustofnun afgreiddi í gær virkjunarleyfi fyrir vindorkuverinu Búrfellslundi við Vaðöldu. Landsvirkjun mun í kjölfarið sækja um framkvæmdaleyfi til sveitarstjórnar Rangárþings ytra. Í tilkynningu frá Landsvirkjun segir að búið sé að ganga frá…
Búrfellslundur Orkustofnun hefur afgreitt virkjunarleyfi.
Búrfellslundur Orkustofnun hefur afgreitt virkjunarleyfi. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Orkustofnun afgreiddi í gær virkjunarleyfi fyrir vindorkuverinu Búrfellslundi við Vaðöldu. Landsvirkjun mun í kjölfarið sækja um framkvæmdaleyfi til sveitarstjórnar Rangárþings ytra.

Í tilkynningu frá Landsvirkjun segir að búið sé að ganga frá tengisamningi við Landsnet og að verið sé að leggja lokahönd á samning um lands- og vindorkuréttindi við ríkið. Hvort tveggja er mikilvægur áfangi í undirbúningsferli virkjunarkostsins.

Rannsóknir hafa gengið vel

Búrfellslundur var settur í nýtingarflokk rammaáætlunar árið 2022 og verður fyrsta vindorkuver landsins. Gert er ráð fyrir að 28-30 vindmyllur rísi sunnan Sultartangastíflu á 17 ferkílómetra svæði. Uppsett afl verður um 120 MW, að því er segir í tilkynningunni.

Landsvirkjun auglýsti útboð snemma þessa árs

...