Inga Sæland
Inga Sæland

Á árum áður eyddu margar konur starfsævinni sem heimavinnandi húsmæður og það er dapurt hvað eitt mikilvægasta starf sem til er, hefur hlotið allt of litla virðingu samfélagsins.

Fá störf eiga eins mikla og virðingu skylda og að ala upp börnin sín og annast af alúð. Hins vegar er það svo að nú þegar börnin eru uppkomin og konurnar sjálfar komnar á efri ár er ekkert sem býður þeirra margra annað en sárafátækt. Þakkirnar eru heilsuleysi og höfnun samfélagsins. Þetta eru konurnar sem eiga engin lífeyrissjóðsréttindi og hafa engar aðrar tekjur en greiðslur almannatrygginga. Með öðrum orðum, þá eru þetta ömmurnar okkar sem búa við sárafátækt í okkar ríka landi. Landi tækifæra Sjálfstæðisflokksins.

Þegar heilsan bregst og tími er kominn á aðstoð, er litla hjálp að fá.

...

Höfundur: Inga Sæland