Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

Um 600 gripir, litlir sem stórir, hafa í sumar fundist í fornleifarannsóknum í Firði í Seyðisfirði. Saman hafa á síðustu árum verið skráðir um 8.000 munir úr moldinni í þessum rannsóknum eystra sem nú er að ljúka, eftir fimm sumra starf.

„Ég hef ekki áður tekið þátt í uppgreftri þar sem fundist hefur slíkur fjöldi muna, lítilla sem stórra, eins og hér er raunin frá tímabilinu 940-1100. Þetta er allt mjög merkilegt. Síðast fundum við

...