Stöðugleiki á að vera lúxus allra en ekki sumra. Stöðugleiki fæst ekki fyrr en almenningur nýtur stöðugs gjaldmiðils rétt eins og stórfyrirtækin gera.
Þorbjörg Gunnlaugsdóttir
Þorbjörg Gunnlaugsdóttir

Þorbjörg Gunnlaugsdóttir

Það er ekki fyrr en að hausti 2026 sem gert er ráð fyrir að verðbólga geti fallið að 2,5% markmiði Seðlabankans. Það verður þá eftir tæplega 80 mánaða samfellt verðbólgutímabil sem er með því lengsta í sögunni. Níu ára hallarekstur á ríkissjóði hefur kynt undir verðbólgubálinu. Nú er svo komið að íslenskt vaxtastig og vaxtabyrði þekkist helst annars í stríðshrjáðum ríkjum.

Afleiðingar óstjórnarinnar blasa við. Samgönguáætlun er ófjármögnuð á meðan vegakerfið liggur undir skemmdum. Heilbrigðis- og menntakerfið er í ólestri. Meira að segja löggæslan, sem er algjör frumskylda stjórnvalda, hefur verið vanfjármögnuð um árabil. Pólitískar áherslur ríkisstjórnarinnar birtast ekki síst í harðri andstöðu hennar við heilbrigðar leikreglur í samfélaginu. Einokun í landbúnaði hefur verið færð á silfurfati til Kaupfélags

...