Mið-Austurlönd USS Abraham Lincoln hefur flýtt för sinni.
Mið-Austurlönd USS Abraham Lincoln hefur flýtt för sinni. — AFP/Will Tyndall

Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Lloyd Austin, skipaði í fyrrakvöld flugmóðurskipinu USS Abraham Lincoln ásamt fylgdarskipum sínum að flýta för sinni til Mið-Austurlanda vegna þeirrar auknu spennu sem nú ríkir þar. Austin skipaði jafnframt eldflaugakafbátnum USS Georgia að halda til svæðisins.

Ákvörðun Austins er sögð vera til stuðnings Ísraelsmönnum, sem nú búa sig undir að Íranar geri stórfellda loftárás á landið til þess að hefna fyrir víg tveggja leiðtoga Hamas- og Hisbollah-samtakanna, en Ismail Haniyeh, pólitískur leiðtogi Hamas, og Fuad Shukr, einn æðsti herforingi Hisbollah, voru vegnir með nokkurra klukkustunda millibili í lok júlí.

Íransstjórn hefur heitið því að hefnt verði fyrir árásirnar, og þá sérstaklega fyrir vígið á Haniyeh, sem var í heimsókn í Teheran, höfuðborg Írans, þegar hann var felldur, en vestræn ríki

...