Sævar Freyr Þráinsson forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur boðar uppbyggingu orkuvinnviða til að mæta fyrirhugaðri orkuþörf fjölda fyrirtækja í Ölfusi á næstu árum. Eins og Morgunblaðið hefur sagt frá eru uppi áform um hundraða milljarða fjárfestingu í…

Baldur Arnarson

baldura@mbl.is

Sævar Freyr Þráinsson forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur boðar uppbyggingu orkuvinnviða til að mæta fyrirhugaðri orkuþörf fjölda fyrirtækja í Ölfusi á næstu árum.

Eins og Morgunblaðið hefur sagt frá eru uppi áform um hundraða milljarða fjárfestingu í Þorlákshöfn og mun sú atvinnuuppbygging kalla á mikla orku.

Hitaveitan í Þorlákshöfn og í Ölfusi hefur verið í eigu Veitna frá árinu 2014.

Sævar Freyr segir ný vinnsluleyfi á Bakka og Hjallakrók munu auka verulega við afkastagetuna í Ölfusi.

Kallar á meiri framleiðslu

„Við tókum nýverið upp nýja stefnu sem við römmuðum saman í eina setningu: Við erum aflvaki

...