Að hefla vegina var eins og að raka á sér fésið. Skeggið óx og kom aftur og það gerðu líka holurnar.
Þórir S. Gröndal
Þórir S. Gröndal

Þórir S. Gröndal

Í gamla daga, áður en sjónvarpið kom til Íslands, voru landsmenn límdir við útvarpið á hverju kvöldi. Það var ekki útvarpað nema sex til sjö tíma á dag og á mínu heimili glumdi í kassanum allan þann tíma. Pabbi sagði að við yrðum að fá sem mest út úr þessari nýlundu; nógu hátt væri nú iðgjaldið. Á hverju mánudagskvöldi kom fram í útvarpinu einhver þjóðkunn manneskja til að láta ljós sitt skína um landsins gagn og nauðsynjar. Var þátturinn kallaður „Um daginn og veginn“.

Heilinn í mér dró þetta núna fram af því að ég hefi verið að fylgjast með hinum miklu umræðum um vegi landsins á undanförnum vikum. Ég ætla því að fjalla um veginn, en læt daginn bara eiga sig. Dagarnir dembast yfir hvort sem okkur líkar betur eða verr og getum við þar engu um breytt. En vegirnir eru skapaðir af mannanna börnum og þau ráða því hvort þeir

...