Havilland-banki í Lúxemborg hefur verið formlega tekinn til slitameðferðar, samkvæmt nýlegum úrskurði héraðsdómstóls í Lúxemborg. Stutt er síðan greint var frá því að starfsleyfi bankans hefði verið afturkallað af Evrópska seðlabankanum, en í…
Banki Kaupþing í Lúxemborg, sem síðar varð Banque Havilland.
Banki Kaupþing í Lúxemborg, sem síðar varð Banque Havilland.

Havilland-banki í Lúxemborg hefur verið formlega tekinn til slitameðferðar, samkvæmt nýlegum úrskurði héraðsdómstóls í Lúxemborg. Stutt er síðan greint var frá því að starfsleyfi bankans hefði verið afturkallað af Evrópska seðlabankanum, en í kjölfarið tók fjármálaeftirlit Lúxemborgar við stjórn hans ásamt því að farið var fram á greiðslustöðvun.

Samkvæmt tímaritinu Luxembourg Times skipaði héraðsdómstóllinn endurskoðendastofuna Ernst and Young til þess að fara með slitastjórn bankans, ásamt lögfræðingnum Laurent Fisch.

Í tilkynningu frá lúxemborgska fjármálaeftirlitinu sagði að greiðslustöðvun bankans hefði verið framlengd, en hún gerir innistæðueigendum kleift að fá bætur fyrir þær innistæður sem eru óaðgengilegar vegna slitanna. Í annarri tilkynningu á föstudaginn í síðustu viku sagði fjármálaeftirlitið einnig að það hefði

...