Meistari Hera Christensen vann í kringlukasti á Norðurlandamótinu.
Meistari Hera Christensen vann í kringlukasti á Norðurlandamótinu. — Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson

Hera Christensen er Norðurlandameistari í kringlukasti annað árið í röð í flokki tuttugu ára og yngri. Hera kastaði lengst 50,62 metra á Tårnby-leikvanginum í Kaupmannahöfn, þar sem mótið fór fram um helgina. Hera varð einnig Norðurlandameistari í kringlukasti í fyrra en þá kastaði hún lengst 45,40 metra. Hera verður með á heimsmeistaramóti U20 í frjálsíþróttum sem hefst í Perú eftir tvær vikur.