60 ára Hrefna ólst upp í Borgarnesi en býr í Hjarðarholti í Stafholtstungum. „Maðurinn minn er héðan. Ég kynntist honum á Bifröst og flutti hingað fljótlega eftir það, búin að búa hér í 30 ár.“ Hrefna er rekstrarfræðingur frá háskólanum…

60 ára Hrefna ólst upp í Borgarnesi en býr í Hjarðarholti í Stafholtstungum. „Maðurinn minn er héðan. Ég kynntist honum á Bifröst og flutti hingað fljótlega eftir það, búin að búa hér í 30 ár.“ Hrefna er rekstrarfræðingur frá háskólanum á Bifröst og er framkvæmdastjóri Sorpurðunar Vesturlands hf. sem er félag í eigu sveitarfélaganna á Vesturlandi. Sveitarfélögin eru níu talsins og urðunarstöðin er í Fíflholti á Mýrum. „Starf mitt felst í almennum rekstri félagsins og svo starfa ég einnig að hagsmunagæslu fyrir landshlutann.

Hrefna er stjórnarformaður FENÚR sem er fagráð um endurnýtingu og úrgang. Hún hefur mikið starfað að félagsmálum hestamanna. „Ég ólst upp við hesta, pabbi minn var frá Snæfellsnesi og var alltaf með hesta. Ég datt því í þetta ung og það fylgdi mér hingað í Hjarðarholt. Við ræktum hesta og erum með kindur á bænum. Það fara

...