Mannkynssagan geymir sögu samfelldra ofsókna gegn gyðingum og enn er reynt að útrýma þeim. Hvenær er komið nóg?
Ingibjörg Gísladóttir
Ingibjörg Gísladóttir

Ingibjörg Gísladóttir

Gyðingahatur hefur verið mjög áberandi síðustu árin, bæði á Íslandi sem og annars staðar, og ýmsu til tjaldað. Meðal annars hefur heyrst að evrópskir gyðingar séu afkomendur Khazara sem hafi útrýmt hinum eiginlegu gyðingum og tekið yfir arfleifð þeirra. En ættu þá ekki að vera tyrknesk tökuorð í jiddískunni? Áróðursritið fræga, The Protocols of the Elders of Zion, sem Philip Graves sýndi fram á með grein í The Times 1921 að væri fölsun, er nú aftur kynnt sem sönnun fyrir því að gyðingar stefni á heimsyfirráð og síonismi er lagður að jöfnu við nasismann og aðrar alræðisstefnur og sagður rasísk stefna að auki.

En hvað er síonismi? Jú, síonismi er ein af grunnstoðum gyðingdómsins, tákn hins harðbýla lands er Jahve úthlutaði sinni útvöldu þjóð fyrir meira en 3.000 árum. Aðrir hornsteinar gyðingdómsins eru trúin á einn guð

...