Ólympíuleikarnir hafa verið frekar áberandi í dagskrá Ríkissjónvarpsins undanfarnar vikur og af ástæðum, sem ekki verða tíundaðar hér, fylgdist ég meira með dagskránni en endranær. Maður stendur sig að því að vera farinn að fylgjast af miklum móð…
Mögnuð Sifan Hassan tók maraþonið með stæl.
Mögnuð Sifan Hassan tók maraþonið með stæl. — AFP/Franck Fife

Karl Blöndal

Ólympíuleikarnir hafa verið frekar áberandi í dagskrá Ríkissjónvarpsins undanfarnar vikur og af ástæðum, sem ekki verða tíundaðar hér, fylgdist ég meira með dagskránni en endranær.

Maður stendur sig að því að vera farinn að fylgjast af miklum móð með lyftingum, keppni á hjólabrettum, bog- og skotfimi og badminton. Jaðarinn í íþróttum er dreginn inn í sviðsljósið.

Yfirleitt tókst vel til með að fá sérfróða þuli til að lýsa atburðarásinni. Þeirra greining varð oft til þess að augu þessa áhorfanda opnuðust.

Gott dæmi var lýsingin á maraþonhlaupi kvenna, þar sem bent var á ýmsa hluti, sem átti eftir að koma í ljós að skiptu máli um gang hlaupsins. Það var hins vegar iðulega klippt á útsendingar of fljótt eftir að viðburði var lokið. Aðeins voru örfáir hlauparar komnir í mark í maraþoninu þegar skipt var yfir í auglýsingar og þegar hinn magnaði Armand Duplantis

...