Best Birta Georgsdóttir átti frábæran leik gegn Akureyringum.
Best Birta Georgsdóttir átti frábæran leik gegn Akureyringum. — Morgunblaðið/Eyþór

Birta Georgsdóttir sóknarmaður Breiðabliks var besti leikmaður 16. umferðar Bestu deildar kvenna í knattspyrnu að mati Morgunblaðsins.

Birta átti mjög góðan leik og fékk tvö M fyrir frammistöðu sína þegar Breiðablik hafði betur gegn Þór/KA, 4:2, laugardaginn 10. ágúst en 16. umferðin var leikin á föstudeginum og laugardeginum.

Birta skoraði fyrsta mark Breiðabliks í leiknum á 21. mínútu með hnitmiðuðu skoti úr teignum og hún lagði svo upp annað mark Blika á 51. mínútu sem Katrín Ásbjörnsdóttir skoraði.

Birta, sem er 23 ára gömul, er uppalin hjá Stjörnunni í Garðabæ en hún lék sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir FH árið 2018, þá 15 ára gömul. Hún gekk svo til liðs við Breiðablik frá FH í janúar árið 2021 og

...