Stefán Gunnar Sveinsson

sgs@mbl.is

Vladimír Pútín Rússlandsforseti skipaði í gær rússneska hernum að „sparka óvininum“ frá landsvæðum Rússlands, en í dag er liðin vika frá því að Úkraínumenn hófu sóknaraðgerðir sínar inn í Kúrsk-hérað Rússlands. Ummæli Pútíns féllu á fundi hans með embættismönnum og héraðsstjórum frá nokkrum af landamærahéruðum Rússlands, en boðað var til fundarins til að ræða ástandið í Kúrsk-héraði.

„Eitt af hinum augljósu markmiðum óvinarins er að valda ósætti og deilum, hræða fólk og eyðileggja samstöðu rússnesks samfélags,“ sagði Pútín á fundinum, en honum var sjónvarpað í beinni útsendingu í Rússlandi.

Rússar hafa neyðst til þess að flytja um 121.000 manns burt frá héraðinu eftir að innrás Úkraínumanna hófst, en auk

...