Í dag er liðin heil öld frá fæðingu elsku Hönnu ömmu minnar en hún fæddist í Beruvík á Snæfellsnesi 14. ágúst 1924. Foreldrar hennar voru Óskar Jósef Gíslason, f. 25.6. 1889, d. 3.12. 1978, frá Tröð í Eyrarsveit, og Petrún Sigurbjörg Þórarinsdóttir, f. 6.7. 1891, d. 12.9. 1961, frá Saxhóli í Breiðuvíkurhreppi.

Amma var alla tíð mikil Snæfellsnesstúlka í hjartanu og elskaði „jökulinn sinn“ eins og hún kallaði hann. Var hún alsæl þegar hún flutti í Gullsmára og gat í góðu skyggni séð jökulinn.

Foreldrar hennar eignuðust fimmtán börn og komust flest þeirra á legg. Enn eru tvö á lífi.

Þann 18. maí 1946 giftust amma og Tommi afi, Tómas Sigurjónsson, f. 3. október 1922 á Minni-Bæ í Grímsnesi. Hann lést 20. mars 1999.

Þau eignuðust sjö börn, það elsta var andvana

...