Viktor Gísli Hallgrímsson, landsliðsmarkvörður Íslands í handknattleik, er fullur tilhlökkunar fyrir komandi keppnistímabili í Póllandi en hann gekk til liðs við pólsku meistarana í Wisla Plock í júní
Pólland Landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson skrifaði undir eins árs samning við pólsku meistarana í Wisla Plock fyrr í sumar en hann gekk til liðs við félagið eftir tvö ár í herbúðum Nantes í efstu deild Frakklands.
Pólland Landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson skrifaði undir eins árs samning við pólsku meistarana í Wisla Plock fyrr í sumar en hann gekk til liðs við félagið eftir tvö ár í herbúðum Nantes í efstu deild Frakklands. — Morgunblaðið/Eggert

Pólland

Bjarni Helgason

bjarnih@mbl.is

Viktor Gísli Hallgrímsson, landsliðsmarkvörður Íslands í handknattleik, er fullur tilhlökkunar fyrir komandi keppnistímabili í Póllandi en hann gekk til liðs við pólsku meistarana í Wisla Plock í júní.

Viktor Gísli, sem er 24 ára gamall, kom til pólska félagsins frá Nantes í Frakklandi þar sem hann hefur leikið undanfarin tvö ár. Markvörðurinn er uppalinn hjá Fram en hann hélt út í atvinnumennsku árið 2019 þegar hann gekk til liðs við danska stórliðið GOG. Þaðan lá leiðin svo til Frakklands árið 2022 en alls á hann að baki 58 A-landsleiki fyrir Ísland.

„Ég er virkilega spenntur að hefja leik og get satt best að segja ekki beðið eftir fyrsta leiknum,“ sagði Viktor Gísli í samtali

...