Hanna Katrín Friðriksson
Hanna Katrín Friðriksson

Það er í raun stórmerkilegt að bókaforlög hafi í gegnum tíðina séð ástæðu til að gefa út bækur um núvitund á Íslandi. Eins og það þurfi að skóla íslenskt samfélag eitthvað sérstaklega til og kenna því að lifa í núinu. Þjóð sem hefur beinlínis gert það að sínu helsta karaktereinkenni að einblína á augnablikið í stað þess að líta of mikið til baka eða fram á við. Í því tilliti má segja að við lærum allt um núvitund strax á skólalóðinni.

Á Íslandi býr þjóð sem hefur lært að stilla sig af í augnablikinu þrátt fyrir óstöðugleika og krampakenndar sveiflur. Bæði í veðurfari og efnahag. Þar lifum við í núinu.

Þetta með veðurfarið er reyndar skiljanlegt. Við stjórnum því ekki og höfum fyrir löngu lært að vænta lítils annars en aðeins minni sudda og einstaka sólarlotu þegar best lætur. Á Íslandi eru þær eins og samrýndar systur, veðurspáin og veðurviðvörunin, og við

...

Höfundur: Hanna Katrín Friðriksson